Posted on Færðu inn athugasemd

Grænkál – uppáhalds vetrargrænmeti Frú Jóru

DSC_1231Grænkál er auðvelt að rækta. Uppskerutími þess er á haustin. Kálið er hægt að nota í marga gómsæta réttir. Í Norður-Þýskalandi er sérstök hefð fyrir því að borða grænkálsrétti eftir fyrsta næturfrost haustsins. Sagt er að frostið auki sykurmagnið í kálinu og geri það þar með bragðbetra. Þjóðverjar sjóða grænkálið og borða það með reyktri svínapylsu (Kohlwurst), reyktu svínakjöti (Kassler) og fleski (Speck). Soðnar eða steiktar kartöflur (Bratkartoffeln) eru gjarnan hafðar með. Stórt bjórglas er ómissandi með þessum saltaða sveitarétti.

Grunkohl

Hrátt grænkál inniheldur mikið magn c-vítamíns og er meinhollt. Það er upplagt að nota grænkál í þeytinga (smoothies) en líka í allskonar heita rétti. Það eru óteljandi möguleikar til að nýta sér þessa hollustufæðu, t. d. í grænkálssnakk, grænkálspestó, í salat, sem jafning og í allskonar rétti.

Hér fylgir uppskrift að grænkáls-rísottói:

250 g grænkál, 300 g gulrætur, 1 laukur, 1 lítri grænmetissoð, 6 msk ólía, 300 g rísottóhrísgrjón, salt, pipar, u.þ.b. 50 g hakkaðar valhnetur, 1 hvítlauksrif, 200 g kirsjuberjatómatar, 20 g smjör, 60 g rifinn parmesanostur

Skerið grænkálið og gulrætur niður. Skerið laukinn smátt. Steikið gulræturnar í 2 matskeiðum af olíu. Það sama er gert með laukinn. Bætið kálinu við og steikið allt saman í smá stund. Bætið hrísgrjóninunum við, kryddið með salti og pipar.

Hellið u.þ.b. 200 ml heitu grænmetissoði yfir allt. Bætið reglulega soði við þegar hrísgrjónin eru búin að draga vökvann í sig. Tekur u.þ.b. 30 – 35 mínútur að klára allt soðið og þá ættu hrísgrjónin að vera orðin mjúk. Steikið saxaðan hvítlauk og tómata í 2 matskeiðum af olíu, bætið smjöri við og kryddið.

Hökkuðu hnetunum og rifna parmesanostinum er blandað saman við hrísgrjónin. Borið fram með hvítlaukstómötunum.

Posted on Færðu inn athugasemd

Hollráð Frú Jóru

Að nota steinselju eða aðrar kryddjurtir úr garðinum í matargerð er hollt og gott. Til að nýta uppskeruna sem lengst má saxa jurtirnar smátt, setja þær í ísmolaform með smá vatni og frysta. Frosnu molarnir eru sett í poka eða ílát, geymdir í frysti og notaðir eftir þörfum t.d. í súpur eða pottrétti.DSC_0943

DSC_0944

Posted on Færðu inn athugasemd

Afhverju gerir garðvinna okkur hamingjusöm?

Afhverju gerir garðvinna okkur hamingjusöm?

  • Að vinna bara 5 mínútur í garðinum bætir skapið og byggir upp sjálfsvirðingu samkvæmt rannsóknum vísindamanna við háskólann í Essex.
  • Að vera úti í garðinum er afslappandi og minnkar streitueinkenni.
  • Garðyrkja vekur ábyrgðatilfinningu fyrir plöntum og umhverfi okkar.
  • Að vera í návigi við blóm og plöntur minnar okkur á að lifa í núinu. Hlustum, þefum, horfum og snertum.
  • Í garðinum er hægt að fá útrás fyrir uppsafnaða reiði með því að vinna líkamleg krefjandi störf, t.d. garðslátt eða klippa limgerði.
  • Að sjá uppskeruna eins og fallegt blómabeð eða borða heimaræktað grænmeti veitir ánægju og tilgang.
  • Jafnvel lítill garður eða nokkrir blómapottar geta verið gleðigjafar í lífi okkar.
  • Börn geta líka lært að sýna umhyggju fyrir plöntum. Leyfum þeim að vera með.

Ef þú heldur að þú sért ekki með græna fingur þá býður netverslunin frujora.com upp á mikið úrval fróðlegra bóka um garðrækt. Fylgstu líka með Frú Jóru á Facebook.