Posted on Færðu inn athugasemd

Skelltu þér í bað – í skóginum!

Frú Jóra mun seint teljast fylgjast vel með straumum og stefnum í hinum ýmsu tískugreinum. Nýverið heyrði hún um skógarböð sem heilsusamlega sem á sér langa sögu í Japan.

Frú Jóra mun seint teljast fylgjast vel með straumum og stefnum í hinum ýmsu tískugreinum. Nýverið heyrði hún um skógarböð sem heilsusamlega sem á sér langa sögu í Japan.

Svo litlar upplýsingar  fylgdu þessum fyrstu kynnum að frúin gat ekki einu sinni útilokað að um væri að ræða raunverulega að liggja í baðkari úti skógi.

Nú í dag rakst frúin að frétt á Mbl.is þar sem minnst á þessa japönsku heilsumeðferð skógarböðun. Þarna kom fram japanska hugtakið shinrin-yoku og google var ekki lengi að koma með frekari upplýsingar.

Nei, þetta snýst víst ekki um að drösla baðkari út í skóg. Skógarböðun gengur út á það að taka inn upplifunina af skóginum og minnka með því streitu.

Leiðbeiningarnar fyrir þá sem vilja baða sig í skóginum eru þessar:

  1. Skildu síman og önnur tæki eftir svo þú getir tekið inn upplifunina inn án truflana.
  2. Skildu markmið og væntingar eftir. Farðu ekki fyrirfram ákveðna leið heldur farðu þangað sem tilfinningarnar leiða þig.
  3. Stoppaðu við og við til að skoða eitthvað sem vekur áhuga þinn eða taktu skynjun eins og hvernig fæturnir snerta jörðina.
  4. Finndu þægilegan stað til að setjast niður og fylgjast með umhverfinu með öllum skilningarvitum.
  5. Farðu ein/einn eða gerðu samning við þá sem eru með þér um að láta vera að tala þar til þið eruð búin og getið þá borið saman bækur ykkar um upplifunina.

Þetta þarf ekki að vera tveggja tíma búbblubað. 15 mínútur geta nægt til að ná fram lækkun á blóðþrýstingi og minnkað streitustig.

Hljómar dásamlega, sérstaklega ef skógarböðuninni er fylgt eftir með góðu heitu freyðibaði í karinu heima.

Frétt mbl.is um nám í sjálfbærni og sköpun í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað hér.

Einfaldar leiðbeiningar fyrir skógarböðun hér.

Posted on Færðu inn athugasemd

Graslauksblómaedik

Graslaukur er einfaldur og þægilegur í ræktun og skemmtilegur og bragðgóður í mat.

En það eru takmörk á hvað maður getur notað mikið af honum þegar hann er bestur á þessum árstíma og vill fara að blómstra.

Graslaukinn má klippa niður í box og frysta til vetrarins.

En blómin má líka nýta. Stilkarnir eru svolítið trénaðir svo best er að henda þeim í moltuna en blómin má nota fersk eða til dæmis nota til að búa til graslauksedik. Þá er hægt að nota blómin heil eða taka þau í sundur, setja í krukku, hella ediki yfir og loka vel og láta standa í 7-10 daga. Ef vill má sía blómin frá en það þarf ekkert frekar. Þá er komið þetta fína kryddaða edik út á salatið.

Þýtt og aðlagað héðan.

Posted on Færðu inn athugasemd

Sjálfbærni í garðinum

Frú Jóra íhugar tískuorð í garðyrkju…

Sjálfbærni er tískuorðið í garðyrkjuumræðu í heiminum í dag. Fólki er tíðrætt um sjálfbærni á mörgum sviðum og ekki að ástæðulausu. Frú Jóra hefur ekki kynnt sér þessa umræðu ítarlega en meðal annars er rætt um að nota minna af plasti, tilbúnum áburði, skordýraeitri og passa upp á að ofnota ekki auðlindir á borð við vatn.

Frú Jóra hefur þó í sínum eigin garði þurft að vera mjög sjálfbær á ákveðnu sviði. Frú Jóra á nefnilega ekki kerru aftan í bíl. Né bíl með krók til að draga kerru. En hún á stóran garð sem búinn var að vera í órækt í nokkur ár áður en hún tók við honum fyrir fjórum árum síðan.

Í stórum garði fellur ýmislegt til. Slægjan eftir garðsláttinn, búið er að klippa heil ósköp af runnum og ýmislegt gert. Mjög fáar ferðir hafa þó verið farnar á ruslahauga með garðúrgang. Einstaka sinnum með illgresi og verður að játast að nokkrum sinnum hefur pokum af því verið laumað í almennt sorp. Þetta þykir Frú Jóru nokkuð góður árangur.

Slægjan hefur talsvert farið í moltutunnua (stöku sinnum í kálfa og hross úti í sveit) eða verið dreift um garðinn til að byggja upp land eða reyna að kæfa illgresi. Tveir gróðurkassar ca. 2×1 m hvor sem smíðaðir voru síðasta vor tóku við ótrúlegu magni af stórum greinum og ýmsu garðrusli áður en sett var kurl og mold yfir. Það sem hefur þó haft úrslitaáhrif um að ná fram þessari sjálfbærni er að Frú Jóra fjárfesti fyrir tveimur árum í kurlara. Hann tekur allt að 4 cm greinar þannig að þær stærstu þarf að finna upp á annarri lausn fyrir. En þvílíkt magn af greinum sem hann er búinn að rífa niður. Hann hefur aukið sjálfbærni umtalsvert.