
Graslaukur er einfaldur og þægilegur í ræktun og skemmtilegur og bragðgóður í mat.
En það eru takmörk á hvað maður getur notað mikið af honum þegar hann er bestur á þessum árstíma og vill fara að blómstra.
Graslaukinn má klippa niður í box og frysta til vetrarins.
En blómin má líka nýta. Stilkarnir eru svolítið trénaðir svo best er að henda þeim í moltuna en blómin má nota fersk eða til dæmis nota til að búa til graslauksedik. Þá er hægt að nota blómin heil eða taka þau í sundur, setja í krukku, hella ediki yfir og loka vel og láta standa í 7-10 daga. Ef vill má sía blómin frá en það þarf ekkert frekar. Þá er komið þetta fína kryddaða edik út á salatið.
Þýtt og aðlagað héðan.