Posted on Færðu inn athugasemd

Fuglasöngur

Frú Jóra hlustar á fuglana….

Hafið þið tekið eftir fuglasöngnum núna? Þessum yndislega vorboða. Ef vera skyldi að þið hefðuð ekki gert það, hvetur frú Jóra ykkur til að leggja við hlustir snemma á morgnanna. Dásamlegir tónleikar, alveg ókeypis.
Frú Jóra hlustar gjarnan á hlaðvarpið (podcast) Gardening with the RHS. Þar hefur nokkuð verið rætt um óvænt áhrif krórónuveirufaraldursins tengt garðrækt í Bretlandi. Síðasta vor þegar útgöngubann var í gildi í Bretlandi minnkaði umferðarniður og önnur umhverfishljóð það mikið að fólk tók miklu meira eftir fuglasöngnum. Mörgum fannst reyndar vera ótrúleg læti í fuglunum þetta vorið. Raunin er hinsvegar sú að svona var þetta öll vor. Söngvarnir bara drukknuðu í öllum hinum látunum.

Hjá okkur þarf, sem betur fer, á mörgum stöðum ekki að leggja vandlega við hlustir til að ná að greina fuglasönginn. Það er kannski helst rokið sem truflar hann stundum. En það er vel þess virði að muna eftir því að leggja við hlustir.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.