Frú Jóra lætur sig dreyma um vorið….
Garðurinn er freðinn en Frú Jóra horfir stundum löngunaraugum út í freðinn garðinn. Um daginn tók hún sig til í frosti en annars fallegu veðri og grisjaði nokkrar stærri greinar úr rifsberjarunnunum sem hún hefur verið að grisja síðustu 4 árin (þeirri vegferð verður nánar lýst hér við tækifæri). Verkfærið var einföld greinasög (Frú Jóra hefur ekki lagt í öflug vélknúin verkfæri sem gætu valdið likamstjóni) og endaði með teygjubindi um handlegginn til að lina strengina. Það var samt alveg þess virði að gera eitthvað smá.