Posted on Færðu inn athugasemd

Hóllráð Frú Jóru: „Kaffi fyrir plönturnar“

Kaffikorgur sem fellur til á flestum heimilum getur nýst vel í garðinum. Áður en korgurinn er settur í garðinn þarf hann að kólna og þorna. Blautur kaffikorgur myglar fljótt. Best er að dreifa úr korginum t.d. á bökunarplötu til að láta hann þorna. Kaffikorgur inniheldur ýmis næringaefni og hentar vel sem áburður fyrir blóm eða í grænmetisbeðið. Hann hentar sérstaklega fyrir plöntur sem þurfa súran jarðveg. Agúrkum, tómötum og kúrbít finnst líka gott að fá vægan koffínskammt. Ungviði eins og græðlingar þolir illa kaffidrykkjuna.

Óboðnir gestir eins og sumar tegundir snigla virðast ekki vera hrifnir af kaffi. Það skaðar því ekki að strá kaffikorg í kringum salatbeðið og sjá hvort skaðvaldurinn hypjar sig ekki. Það sama gildir um ketti.

Kaffikorgur er tilvalinn í moltugerð því kaffið flýtir fyrir niðurbroti í safnkassanum. Maðkar fá kikk úr kaffikorg  og verða önnum kafnir við að bæta moldina. Ein til tvær skeiðar af kaffikorg í vökvunarvatnið er sömuleiðis góð leið til að leyfa plöntunum að fá sér smá koffín.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.