Posted on Færðu inn athugasemd

Grænkál – uppáhalds vetrargrænmeti Frú Jóru

DSC_1231Grænkál er auðvelt að rækta. Uppskerutími þess er á haustin. Kálið er hægt að nota í marga gómsæta réttir. Í Norður-Þýskalandi er sérstök hefð fyrir því að borða grænkálsrétti eftir fyrsta næturfrost haustsins. Sagt er að frostið auki sykurmagnið í kálinu og geri það þar með bragðbetra. Þjóðverjar sjóða grænkálið og borða það með reyktri svínapylsu (Kohlwurst), reyktu svínakjöti (Kassler) og fleski (Speck). Soðnar eða steiktar kartöflur (Bratkartoffeln) eru gjarnan hafðar með. Stórt bjórglas er ómissandi með þessum saltaða sveitarétti.

Grunkohl

Hrátt grænkál inniheldur mikið magn c-vítamíns og er meinhollt. Það er upplagt að nota grænkál í þeytinga (smoothies) en líka í allskonar heita rétti. Það eru óteljandi möguleikar til að nýta sér þessa hollustufæðu, t. d. í grænkálssnakk, grænkálspestó, í salat, sem jafning og í allskonar rétti.

Hér fylgir uppskrift að grænkáls-rísottói:

250 g grænkál, 300 g gulrætur, 1 laukur, 1 lítri grænmetissoð, 6 msk ólía, 300 g rísottóhrísgrjón, salt, pipar, u.þ.b. 50 g hakkaðar valhnetur, 1 hvítlauksrif, 200 g kirsjuberjatómatar, 20 g smjör, 60 g rifinn parmesanostur

Skerið grænkálið og gulrætur niður. Skerið laukinn smátt. Steikið gulræturnar í 2 matskeiðum af olíu. Það sama er gert með laukinn. Bætið kálinu við og steikið allt saman í smá stund. Bætið hrísgrjóninunum við, kryddið með salti og pipar.

Hellið u.þ.b. 200 ml heitu grænmetissoði yfir allt. Bætið reglulega soði við þegar hrísgrjónin eru búin að draga vökvann í sig. Tekur u.þ.b. 30 – 35 mínútur að klára allt soðið og þá ættu hrísgrjónin að vera orðin mjúk. Steikið saxaðan hvítlauk og tómata í 2 matskeiðum af olíu, bætið smjöri við og kryddið.

Hökkuðu hnetunum og rifna parmesanostinum er blandað saman við hrísgrjónin. Borið fram með hvítlaukstómötunum.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.